„Ég var staddur heima að borða fisk“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ernir Eyjólfsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa orðið afar undrandi þegar hann frétt að það væri búið að taka Icesave-málið úr nefnd og að það ætti að klára það í vikunni. 

„Ég var staddur heima hjá mér í gærkvöldi að borða fisk þegar ég komst allt í einu að því að það væri búið að rífa Icesave-málið út úr fjárlaganefnd og að það ætti að vera umræða um málið hér í dag og atkvæðagreiðsla á morgun. Ég hugsa að fátt hafi komið nokkrum jafnmikið á óvart á Íslandi frá því núverandi utanríkisráðherra kom úr sturtu og komst að því að það hefði orðið efnahagshrun,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Ég hafði ímyndað mér það menn myndi a.m.k. sýna fram á það hér á lokasprettinum að þeir hefðu eitthvað lært af þeim tveimur árum sem farið hafa í að vinna þetta mál almennilega, en það á að klára það eins og það byrjaði.“

Sigmundur Davíð hefði í umræðu um síðasta samning farið yfir 75 grundvallaratriði málsins, en nú væri honum ætlað að gera það á 15 mínútum. Það þýddi 12 sekúndur um hvert atriði. Verst þætti honum að þessi umræða þyrfti að fara fram í skjóli myrkurs og taldi eðlilegra að fresta fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert