„Hið ömurlegasta mál“

Kristján Þór Júlíusson í ræðustóli Alþingis. Mynd úr myndasafni.
Kristján Þór Júlíusson í ræðustóli Alþingis. Mynd úr myndasafni. mbl.is/Ómar

Í umræðum um samninga um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins sagði  Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að „þetta væri hið ömurlegasta mál.“

Kristján mótmælti því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kúvent í afstöðu sinni til Icesave.

„Eins og málið er vaxið getum við ekki leyst úr þessu öðruvísi en með samningum á milli ríkjanna þriggja (..) og að það yrði aldrei útgjaldalaust fyrir Ísland.“

„Við stöndum til muna betur á okkar rétti eins og við sjálfstæðismenn höfum alltaf lagt höfuðáherslu á,“ sagði Kristján.

„Það þarf að taka ákvörðun um hvort við ætlum að samþykkja eða halda áfram þessum ágreiningi,“ sagði Kristján.

Hann sagði það vera mat sjálfstæðismanna að fullreynt væri að semja við Hollendinga.

„Mitt mat er að í samningum við þessar þjóðir verði ekki lengra náð, hinn kosturinn er að halda þessu ágreiningi áfram til streitu,“ sagði Kristján.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert