Ráðherra staðfestir tillögu að aðalskipulagi frá 2008

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Sigurgeir

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, mun staðfesta upprunalega tillögu Flóahrepps frá 2008 að aðalskipulagi á næstu dögum. Þetta kom fram á fundi fulltrúa Flóahrepps og umhverfisráðuneytisins í gærdag.

Eins og komið hefur fram í fréttum þá staðfesti Hæstiréttur í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að ógilda bæri ákvörðun umhverfisráðherrans sem neitaði í janúar í fyrra að staðfesta hluta aðalskipulags Flóahrepps varðandi Urriðafossvirkjun.

Svandís Svavarsdóttir var ekki viðstödd fundinn sem haldinn var klukkan þrjú í gær. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu var ráðherra fjarverandi sökum veikinda. Umhverfisráðherra lét þó ekki veikindin stöðva sig og var viðstaddur atkvæðagreiðslu um Icesave-samningana á Alþingi á sama tíma í gær.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert