Lenti í áflogum við lögregluna

Lögreglan á Selfossi hafði í gærkvöldi afskipti af ungum manni á veitingastað vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Lögreglumennirnir töldu sig finna kannabislykt af manninum og þegar þeir vildu kanna málið betur brást maðurinn illa við og átök brutust út sem enduðu með handtöku mannsins.

Við leit fann lögreglan nokkurt magn af marijúana. Þá fannst mikið magn umbúða, svokallaðra „ziplock“-poka, sem ætla má að séu notaðar við sölu á efninu. „Hann fékk gistingu hjá ríkinu í staðinn og bíður nú þess að verða tekinn fyrir af rannsóknardeildinni,“ sagði lögreglan á Selfossi í morgun.

Á Ísafirði voru í nótt tveir ungir ökumenn teknir á 132 km hraða á Skutulsfjarðarbraut þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Fyrir það fá þeir fjóra punkta í ökuferilsskrána, verða sviptir ökuréttindum í þrjá mánuði og þurfa að borga 100 þúsund kr. sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert