Fréttaskýring: Skilja á milli sölu og framleiðslu á marijúna

Hluti af maríjúana, sem fannst í Kópavogi í síðustu viku.
Hluti af maríjúana, sem fannst í Kópavogi í síðustu viku.

Fíkniefnasalar hafa í auknum mæli skilið á milli framleiðslu á marijúana og sölu, því þeir meta það svo að með því móti verði sölunetið fyrir minna tjóni ef og þegar lögreglan stöðvar framleiðsluna, sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Menn reyna að dreifa áhættunni,“ segir hann.

Fyrr í þessum mánuði lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á alls 8 kíló af marijúana um leið og hún stöðvaði umfangsmikla ræktun í Garðabæ. Þar uxu og döfnuðu um 170 plöntur í geymsluhúsnæði sem er sambyggt íbúðarhúsnæði ræktandans sem er fjölskyldumaður. Pakkningarnar sem efnið var í vógu um hálft kíló og segir Karl Steinar að maðurinn hafi líklega ekki dreift efninu til neytenda heldur fremur afhent efnið mönnum sem hafa sölunet á bak við sig. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið heildsölubragur yfir þessu hjá manninum,“ segir hann. Um þetta atriði sé málið þó ekki fullrannsakað.

Velti tugum milljóna

Samkvæmt verðkönnun meðal þeirra sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ kostar hvert gramm af marijúana rúmlega 3.000 krónur. Efnið kostar mun minna í heildsölu en lögregla telur engu að síður ljóst að ræktunin í Garðabæ hafi skilað veltu upp á tugi milljóna. Uppskeran sem lögregla haldlagði hafi einungis verið ein af mörgum, um það beri ummerki á vettvangi glöggt vitni.

Lögregla beitti sér mjög gegn marijúanaræktun á árinu 2008 og 2009 og Karl Steinar segir að svo virðist sem viðbrögð ræktenda hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi þeir dregið úr umfanginu og ræktað um 100-200 plöntur á hverjum stað. „Þú þarft minna húsnæði og það eru kannski minni líkur á að ræktunin veki athygli,“ segir hann. Hins vegar hafi þeir brugðist við aðgerðum lögreglu með því að skilja á milli ræktunar og sölu. Náist ræktandinn megi reyna að finna annan í hans stað en hefði hann einnig verið sölumaður væri sölunetið í hættu.

Sölunet fyrir marijúana eru með ýmsum hætti. Karl Steinar segir að sölumenn sækist eftir fólki sem hafi tengsl inn í skóla og fari á veitingastaði þar sem efnin eru seld. Símanúmer hjá sölumönnum gangi manna á milli og efnin sömuleiðis.

Þótt fíkniefnadeild lögreglunnar hafi ekki fengið vitneskju um ofbeldi tengt fíkniefnasölu segir Karl Steinar ljóst að þessi heimur sé harkalegur. Efnin séu ekki gefins, nema þá þegar menn eru að kynna þau væntanlegum neytendum. Þá fái fólk e.t.v. að prófa ókeypis en þurfi svo að borga.

Meira ræktað á meginlandinu

Ræktun á marijúana virðist hafa aukist mjög árið 2008 og um leið varð algengara að gróðurhúsalömpum væri stolið. Karl Steinar segir að í Noregi og fleiri Evrópuríkjum hafi ræktun á marijúana aukist til muna. „Menn hafa náð betri tökum á plöntunum og þessu ræktunarumhverfi svo þeir ná sterkara efni út úr þessum plöntum,“ segir Karl Steinar. „Það eru enn mikil umsvif í ræktuninni, þrátt fyrir allt. Þessu efni er haldið að ungu fólki, það er alveg greinlegt og eftirspurnin er mikil. Þetta er mikið áhyggjuefni.“

Auðvelt að nálgast gras

Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku, segir mikið af foreldrum hringja vegna marijúana-reykinga barna sinna. Þessum hringingum hafi fjölgað mjög undanfarið. Hún segir að svo virðist sem unglingar eigi mjög auðvelt með að nálgast marijúana, eða gras, eins og það er einnig kallað. Þeir fái upplýsingar um sölumenn m.a. með sms-sendingunum, á Facebook, á msn-spjallrásinni o.s.frv.

Margir séu haldnir þeirri ranghugmynd að marijúana-reykingar séu ekki ýkja skaðlegar, sem sé alls ekki raunin. Marijúana sé skaðlegt fíkniefni sem m.a. geti stuðlað að geðsjúkdómum, minnistapi og skertri andlegri getu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Missti afl vegna rangs frágangs

11:48 Fisflugvél sem nauðlent var á túni við bóndabæ í Úlfarársdal í júní í fyrra og endaði á hvolfi missti afl vegna rangs frágangs á vélinni. Vængir vélarinnar höfðu verið teknir út daginn fyrir atvikið og festir í læstri stöðu en vegna rangs frágangs lokaðist fyrir flæði eldsneytis úr hægri vænggeymi. Meira »

Máttu hafna greiðslu kæranda

11:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru varðandi úthlutun á greiðslumarki í mjólk í febrúar síðastliðnum. Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna greiðslu frá kæranda fyrir greiðslumark mjólkur var staðfest. Meira »

800 eiga mögulega rétt á endurgreiðslu

11:28 Vinnumálastofnun mun á næstu vikum setja sig í samband við um 800 einstaklinga sem kunna að eiga rétt til endurgreiðslu á atvinnuleysisbótum eftir dóm Hæstaréttar frá því í byrjun þessa mánaðar. Til viðbótar lengist bótatímabil hjá um 1.200 einstaklingum úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Sakar borgina um orðhengilshátt

11:18 Lögmaður fyrirtækisins AFA JCDecaux, sem á og rekur mikinn fjölda biðskýla á höfuðborgarsvæðinu, segir það ekki skipta máli hvernig fjárhagslegu sambandi við leigutaka sé háttað. WOW citybike auglýsingarnar á hjólastöðvunum fyrirtækisins séu mikil auglýsing fyrir WOW air óháð því hvort hjólaleigan sé auka búgrein flugfélagsins eða hrein viðbót við annað markaðsstarf félagsins. Meira »

Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

10:55 Fjölskylda Shelagh D. Donovan, sem lést er hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, krefur skipstjórann stýrði bátnum samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur vegna slyssins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

Skemmdarverk unnin á Víðistaðakirkju

10:54 Skemmdarverk voru unnin á Víðistaðakirkju í nótt. Krotað var á alla vesturhlið kirkjunnar. „Þetta er alveg hellingur. Öll hliðin er útkrotuð,“ segir Karl Kristensen, kirkjuvörður. Málið hefur verið kært til lögreglu en ekki er enn vitað hver var að verki. Meira »

Skimun þjóðhagslega hagkvæm

09:50 Rannsóknir benda til þess að það geti verið þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir lungnakrabbameini hér á landi. Talið er að tæplega 10 þúsund einstaklingar kæmu til greina fyrir slíka skimun hér á landi en tækjabúnaður er til staðar. Meira »

Reiðhjólaslys og bílvelta á Vesturlandi

10:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í gær til að flytja slasaðan hjólreiðamann sem staðsettur var á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Drengurinn sem fékk unglinga til að lesa

09:30 Tuttugu ár eru í dag síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury-útgáfunni í London.  Meira »

„Þetta er ekki Miklabrautin“

09:09 „Í vor hjólaði þarna hjólreiðamaður á dreng sem er í leikskólanum. Í kjölfarið sendi ég póst á umhverfissvið borgarinnar og bað um að þetta yrði tekið mjög föstum tökum,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, um slys sem átti sér stað á hjólreiðastíg í Öskjuhlíð. Meira »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Wow Cyclothon

Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði eða nágrenni.
Húsnæði óskast í júlí og ágúst í Hafnarfirði eða nágrenni, 3 svefnherbergi Vin...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...