Fréttaskýring: Skilja á milli sölu og framleiðslu á marijúna

Hluti af maríjúana, sem fannst í Kópavogi í síðustu viku.
Hluti af maríjúana, sem fannst í Kópavogi í síðustu viku.

Fíkniefnasalar hafa í auknum mæli skilið á milli framleiðslu á marijúana og sölu, því þeir meta það svo að með því móti verði sölunetið fyrir minna tjóni ef og þegar lögreglan stöðvar framleiðsluna, sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Menn reyna að dreifa áhættunni,“ segir hann.

Fyrr í þessum mánuði lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á alls 8 kíló af marijúana um leið og hún stöðvaði umfangsmikla ræktun í Garðabæ. Þar uxu og döfnuðu um 170 plöntur í geymsluhúsnæði sem er sambyggt íbúðarhúsnæði ræktandans sem er fjölskyldumaður. Pakkningarnar sem efnið var í vógu um hálft kíló og segir Karl Steinar að maðurinn hafi líklega ekki dreift efninu til neytenda heldur fremur afhent efnið mönnum sem hafa sölunet á bak við sig. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið heildsölubragur yfir þessu hjá manninum,“ segir hann. Um þetta atriði sé málið þó ekki fullrannsakað.

Velti tugum milljóna

Samkvæmt verðkönnun meðal þeirra sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ kostar hvert gramm af marijúana rúmlega 3.000 krónur. Efnið kostar mun minna í heildsölu en lögregla telur engu að síður ljóst að ræktunin í Garðabæ hafi skilað veltu upp á tugi milljóna. Uppskeran sem lögregla haldlagði hafi einungis verið ein af mörgum, um það beri ummerki á vettvangi glöggt vitni.

Lögregla beitti sér mjög gegn marijúanaræktun á árinu 2008 og 2009 og Karl Steinar segir að svo virðist sem viðbrögð ræktenda hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi þeir dregið úr umfanginu og ræktað um 100-200 plöntur á hverjum stað. „Þú þarft minna húsnæði og það eru kannski minni líkur á að ræktunin veki athygli,“ segir hann. Hins vegar hafi þeir brugðist við aðgerðum lögreglu með því að skilja á milli ræktunar og sölu. Náist ræktandinn megi reyna að finna annan í hans stað en hefði hann einnig verið sölumaður væri sölunetið í hættu.

Sölunet fyrir marijúana eru með ýmsum hætti. Karl Steinar segir að sölumenn sækist eftir fólki sem hafi tengsl inn í skóla og fari á veitingastaði þar sem efnin eru seld. Símanúmer hjá sölumönnum gangi manna á milli og efnin sömuleiðis.

Þótt fíkniefnadeild lögreglunnar hafi ekki fengið vitneskju um ofbeldi tengt fíkniefnasölu segir Karl Steinar ljóst að þessi heimur sé harkalegur. Efnin séu ekki gefins, nema þá þegar menn eru að kynna þau væntanlegum neytendum. Þá fái fólk e.t.v. að prófa ókeypis en þurfi svo að borga.

Meira ræktað á meginlandinu

Ræktun á marijúana virðist hafa aukist mjög árið 2008 og um leið varð algengara að gróðurhúsalömpum væri stolið. Karl Steinar segir að í Noregi og fleiri Evrópuríkjum hafi ræktun á marijúana aukist til muna. „Menn hafa náð betri tökum á plöntunum og þessu ræktunarumhverfi svo þeir ná sterkara efni út úr þessum plöntum,“ segir Karl Steinar. „Það eru enn mikil umsvif í ræktuninni, þrátt fyrir allt. Þessu efni er haldið að ungu fólki, það er alveg greinlegt og eftirspurnin er mikil. Þetta er mikið áhyggjuefni.“

Auðvelt að nálgast gras

Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku, segir mikið af foreldrum hringja vegna marijúana-reykinga barna sinna. Þessum hringingum hafi fjölgað mjög undanfarið. Hún segir að svo virðist sem unglingar eigi mjög auðvelt með að nálgast marijúana, eða gras, eins og það er einnig kallað. Þeir fái upplýsingar um sölumenn m.a. með sms-sendingunum, á Facebook, á msn-spjallrásinni o.s.frv.

Margir séu haldnir þeirri ranghugmynd að marijúana-reykingar séu ekki ýkja skaðlegar, sem sé alls ekki raunin. Marijúana sé skaðlegt fíkniefni sem m.a. geti stuðlað að geðsjúkdómum, minnistapi og skertri andlegri getu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

Í gær, 16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

Í gær, 16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.49000,- uppl Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 . 8691204 e...
Álfelgur og dekk 195/65R15 - Toyota Avensis
Settið á 40 þúsund krónur. Upplýsingar i sima 840 2010...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...