Bresk stjórnvöld bíða

Bresk stjórnvöld eru meðvituð um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og bíða nú eftir að fá nánari skýringar á stöðu mála frá íslenskum stjórnvöldum. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins.

Þessi viðbrögð eru samhljóða viðbrögðum hollenskra stjórnvalda fyrr í dag. Talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins sagði við Morgunblaðið að samningaviðræðum um Icesave væri nú lokið og að nú væri beðið eftir frekari upplýsingum frá Íslandi um stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert