Andstaða við tillögu um staðgöngumæðrun

Mörg félög og samtök sem skilað hafa inn umsögnum um þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun til heilbrigðisnefndar Alþingis hvetja til þess að farið verði varlega í að leyfa staðgöngumæðrun. Þörf sé á meiri umræðu um málið. Af 16 umsögnum sem borist hafa eru 14 neikvæðar í garð málsins.

Aðeins Staðganga - stuðningsfélag staðgöngumæðrunar á Íslandi og Tilvera - samtök um ófrjósemi mæla með að tillagan verði samþykkt. Tillagan felur í sér að skipaður verði starfshópur sem undirbúi frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun. Þar verði aðeins gert ráð fyrir að staðgöngumæðrun verði heimiluð í velgjörðarskyni og að fyrir verði að liggja bindandi samkomulag milli verðandi foreldra og staðgöngumóður.

Umsagnir um tillöguna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert