Sætta sig ekki við dóminn

Fjölskylda Hannesar Þórs Helgasonar í Héraðsdómi Reykjaness nýlega.
Fjölskylda Hannesar Þórs Helgasonar í Héraðsdómi Reykjaness nýlega. mbl.is/Eggert

Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar, sem var myrtur í ágúst í fyrra, segjast aldrei geta sætt sig við vinnubrögð Héraðsdóms Reykjaness.  Dómurinn dæmdi banamann Hannesar Þórs til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun en sýknaði hann af refsikröfu ákæruvaldsins.

Í yfirlýsingu, sem fjölskyldan hefur sent frá sér, er gagnrýnt harðlega að banamaðurinn skuli hafa verið úrskurðaður ósakhæfur. Það sé óviðunandi niðurstaða, að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi komist upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í hartnær ár og myrði hann á jafnhrottafenginn hátt og hann gerði þar sem Hannes lá sofandi og varnarlaus í rúmi sínu.

Þá gagnrýnir fjölskyldan hvernig staðið var að dómsuppkvaðningu í morgun. Hafi dómari sent lögmanni fjölskyldunnar tölvupóst klukkan 8:49 í morgun um að dómsuppkvaðning sé klukkan 10 en málið var ekki skráð á málaskrá dómstólsins á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert