Lánin upp um sex milljarða

Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutdeild skatta í verðhækkunum á …
Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutdeild skatta í verðhækkunum á eldsneyti verið 57,7%. mbl.is/Golli

Verðtryggð lán íslenskra heimila hækka um sex milljarða króna vegna hækkana á olíu- og bensínverði síðastliðnar tvær vikur. Valda þær 0,5% hækkun á neysluvísitölu sem hefur það sjálfkrafa í för með sér að höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar sem því nemur.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fam, að eldsneyti hækkaði um 1,8% í verði á milli janúar og febrúar og olli það 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs. Hefur verðið hækkað enn meira á síðustu vikum. Á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu verðmælingu Hagstofunnar hefur verð á bensíni og dísilolíu hækkað um 9%. Að öllu óbreyttu mun sú hækkun eingöngu hækka vísitölu neysluverðs um 0,5% í mars, óháð öðrum liðum vísitölunnar.

Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutdeild skatta í verðhækkunum á eldsneyti verið 57,7% samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins. Er hlutur skatta í verðinu nú 50,2%.

Opinberar álögur á eldsneyti hafa hækkað fjórum sinnum frá því í desember árið 2008 en fjármálaráðherra bendir á að hlutfall skatta af verðinu hafi verið mun hærra á árunum 2000-2005.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert