Dæmdar fyrir að fjarlægja innréttingar

Garður.
Garður. www.mats.is

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær konur í 3 mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir skilasvik en konurnar fjarlægðu innréttingar úr húsi í Garði, sem var veðsett Landsbankanum, skömmu áður en það var selt á nauðungaruppboði.

Konurnar játuðu að hafa haustið 2008 fjarlægt innihurðir ásamt körmum, baðinnréttingar og tæki og rafmagnstengla úr húsinu án heimildar  Landsbankans. Var búnaðurinn, sem fjarlægður var, metinn á 5,3 milljónir króna en húsið var veðsett Landsbankanum fyrir 31 milljón. 

Bankinn keypti húsið á nauðungarsölu 5. nóvember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert