Steingrímur J. les fyrsta Passíusálminn

Frá lestri Passíusálmanna í Hallgrímskirkju.
Frá lestri Passíusálmanna í Hallgrímskirkju. mbl.is

Á öskudag byrjar fastan. Þá mun Steingrímur J. Sigfússon lesa fyrsta Passíusálminn í Grafarvogskirkju kl. 18.00.

Sjöunda árið í röð lesa ráðherrar og þingmenn úr Passíusálmunum alla virka daga föstunnar í Grafarvogskirkju. Árni Páll Árnason les í síðasta skiptið 20. apríl nk. Alls er þetta 31 þingmaður og ráðherra sem les í jafnmörg skipti.

Lestrarnir eru kallaðir „Á leiðinni heim“ og er hugsunin sú að fólk geti komið við á leiðinni heim til sín að loknum vinnudegi og hlustað á einn passíusálm á virkum dögum föstunnar.

Fastan stendur yfir frá 9. mars, á öskudag, og til laugardagsins 23. apríl, sem er dagurinn fyrir páskadag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert