Ekki bjartsýnn á niðurstöðu um miðjan mars

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

Líkur hafa minnkað á að takist að ljúka kjaraviðræðum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um miðjan mars eins og stefnt hefur verið að. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í næstu viku eins og staðan er í dag

Viðræður héldu áfram í gær og eru viðsemjendur lítillega byrjaðir að ræða launalið væntanlegra samninga.

Vilhjálmur segir að viðræðurnar að undaförnu við ASÍ og sérsamböndin um sérmál og sameiginleg mál hafi gengið ágætlega en viðræður við stjórnvöld gangi afar hægt fyrir sig. Fundir séu þó haldnir um einstök mál með fulltrúum stjórnvalda en ekkert sé farið að ræða stærstu málin á borð við atvinnumál og sjávarútvegsmálin.

Enn er stefnt að gerð kjarasamninga til þriggja ára sem taki gildi í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert