Gengu út þegar Oddný kom í ræðustól

Oddný Sturludóttir.
Oddný Sturludóttir. mbl.is/Frikki

Á fagráðstefnu reykvískra kennara, sem haldin var á Hótel Nordica í dag, stóð stór hluti fundarmanna upp og gekk úr salnum þegar Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar kom í ræðustól til að slíta ráðstefnunni. 

Að sögn eins fundarmanna var verið að mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið í borginni vegna niðurskurðar á sviði menntamála.

Hátt í sjö hundruð kennarar voru á ráðstefnunni í dag, sem er einn fjölmennasti fagvettvangur kennara á landinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert