Jóhanna biður um launalækkun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að laun hennar, sem hún þiggur sem handhafi forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, verði lækkuð til samræmis við 15% launalækkun sem forseti Íslands tók á sig í ágúst 2009.

Þegar forseti Íslands fer af landi brott fá handhafar forsetavalds greidd laun í fjarveru hans, en handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar.

Fréttablaðið upplýsti í vikunni, að þessir þrír fengju 15% hærri laun en Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Skýringin á þessu er að Ólafur Ragnar óskaði sjálfur eftir því við Fjársýslu ríkisins að laun hans yrðu lækkuð um 15%. Kjararáð lækkaði á sínum tíma laun æðstu embættismanna þjóðarinnar, en taldi sig ekki geta lækkað laun forsetans vegna ákvæða í stjórnarskrá. Í framhaldinu óskaði forsetinn eftir að laun hans yrðu lækkuð.

Þessi lækkun náði hins vegar ekki til launa handhafa forsetavalds. Í bréfi sem forsetaritari sendi ráðuneytisstjóranum í forsætisráðuneytinu 8. febrúar sl. er vakin athygli á því að laun handhafa forsetavalds hafi ekki enn lækkað, en launin eru greidd af fjárveitingum forsetaembættisins. Í bréfinu er vakin athygli á því að laun allra starfsmanna forsetaembættisins hafi verið lækkuð. Þá er bent á að samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar skuli handhafar forsetavalds njóta sömu launa og forseti Íslands.

Forsetaembættið vakti tvívegis athygli Fjársýslu ríkisins á þessu máli, m.a. tölvupósti 29. janúar 2010. Fjársýslan taldi að þessi ákvörðun forseta Íslands að óska persónulega eftir launalækkun hefði einungis áhrif á hans laun en ekki laun handhafa.

Hrannar Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir í tölvupósti til Örnólfs Thorssonar, forsetaritara, að forsætisráðherra hafi ekki vitað um að forsetinn hefði látið lækka laun sín um 15%. Forsætisráðuneytið hefði ekki vitað um samskipti forsetaembættisins við Fjársýsluna.

Þessu mótmælir forsetaritari í svarpósti. „Forseti er ekki „nýbúinn að upplýsa forsætisráðherra“ um þetta mál enda slíkt óþarfi þar eð málið hefur legið fyrir opinberlega í rúm tvö ár.“

Hrannar ítrekar síðan í tölvupósti að forsætisráðuneytið hefði fyrst fengið upplýsingar um þetta 8. febrúar. „Undirritaður getur jafnframt upplýst að í framhaldi af því að forsetaritari upplýsti forsætisráðuneytið um þann mismun sem orðinn var á launum forseta Íslands og launum handhafa forsetavalds ákvað forsætisráðherra fyrir sitt leyti að óska eftir því að laun hans sem handhafa forsetavalds yrðu framvegis miðuð við raunverulegar launagreiðslur til forseta Íslands en ekki úrskurð kjararáðs eins og verið hefur. Með þessu tekur forsætisráðherra þó ekki afstöðu til þess réttarágreinings sem upp er kominn milli embættis forseta Íslands annars vegar og Fjársýslu ríkisins og fjármálaráðuneytisins hins vegar,“ segir í bréfi aðstoðarmanns forsætisráðherra.

Þess má geta að á þingi árið 2009 lagði efnahags- og skattanefnd Alþingis fram frumvarp þess efnis að laun handhafa forsetavalds „skulu samanlagt njóta sem svarar til fimmtungs launa forseta þann tíma sem þeir hverju sinni fara með forsetavald um stundarsakir.“ Frumvarpið var ekki afgreitt á þinginu.

Hins vegar sagði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Framsóknarflokks í umræðum um málið 17. ágúst 2009: „Sem leiðir líka hugann að því að eftir hrunið í haust fór hæstv. forseti sjálfur fram á að laun hans yrðu lækkuð til þess að hann gæti á einhvern hátt hjálpað til í þessu hruni.  ... Laun forseta Íslands voru lækkuð í kjölfarið þvert á það sem kjararáð á að gera því að kjararáð á fyrst og fremst að ákvarða launakjör æðstu embættismanna þjóðarinnar.“ 

mbl.is

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

Í gær, 18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

Í gær, 17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

Í gær, 17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

Í gær, 16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

Í gær, 16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

Í gær, 15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

Í gær, 13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

Í gær, 11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

Í gær, 15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

Í gær, 11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

Í gær, 11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Iðnaðarhúsnæði óskast
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...