Jóhanna biður um launalækkun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að laun hennar, sem hún þiggur sem handhafi forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, verði lækkuð til samræmis við 15% launalækkun sem forseti Íslands tók á sig í ágúst 2009.

Þegar forseti Íslands fer af landi brott fá handhafar forsetavalds greidd laun í fjarveru hans, en handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar.

Fréttablaðið upplýsti í vikunni, að þessir þrír fengju 15% hærri laun en Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Skýringin á þessu er að Ólafur Ragnar óskaði sjálfur eftir því við Fjársýslu ríkisins að laun hans yrðu lækkuð um 15%. Kjararáð lækkaði á sínum tíma laun æðstu embættismanna þjóðarinnar, en taldi sig ekki geta lækkað laun forsetans vegna ákvæða í stjórnarskrá. Í framhaldinu óskaði forsetinn eftir að laun hans yrðu lækkuð.

Þessi lækkun náði hins vegar ekki til launa handhafa forsetavalds. Í bréfi sem forsetaritari sendi ráðuneytisstjóranum í forsætisráðuneytinu 8. febrúar sl. er vakin athygli á því að laun handhafa forsetavalds hafi ekki enn lækkað, en launin eru greidd af fjárveitingum forsetaembættisins. Í bréfinu er vakin athygli á því að laun allra starfsmanna forsetaembættisins hafi verið lækkuð. Þá er bent á að samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar skuli handhafar forsetavalds njóta sömu launa og forseti Íslands.

Forsetaembættið vakti tvívegis athygli Fjársýslu ríkisins á þessu máli, m.a. tölvupósti 29. janúar 2010. Fjársýslan taldi að þessi ákvörðun forseta Íslands að óska persónulega eftir launalækkun hefði einungis áhrif á hans laun en ekki laun handhafa.

Hrannar Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir í tölvupósti til Örnólfs Thorssonar, forsetaritara, að forsætisráðherra hafi ekki vitað um að forsetinn hefði látið lækka laun sín um 15%. Forsætisráðuneytið hefði ekki vitað um samskipti forsetaembættisins við Fjársýsluna.

Þessu mótmælir forsetaritari í svarpósti. „Forseti er ekki „nýbúinn að upplýsa forsætisráðherra“ um þetta mál enda slíkt óþarfi þar eð málið hefur legið fyrir opinberlega í rúm tvö ár.“

Hrannar ítrekar síðan í tölvupósti að forsætisráðuneytið hefði fyrst fengið upplýsingar um þetta 8. febrúar. „Undirritaður getur jafnframt upplýst að í framhaldi af því að forsetaritari upplýsti forsætisráðuneytið um þann mismun sem orðinn var á launum forseta Íslands og launum handhafa forsetavalds ákvað forsætisráðherra fyrir sitt leyti að óska eftir því að laun hans sem handhafa forsetavalds yrðu framvegis miðuð við raunverulegar launagreiðslur til forseta Íslands en ekki úrskurð kjararáðs eins og verið hefur. Með þessu tekur forsætisráðherra þó ekki afstöðu til þess réttarágreinings sem upp er kominn milli embættis forseta Íslands annars vegar og Fjársýslu ríkisins og fjármálaráðuneytisins hins vegar,“ segir í bréfi aðstoðarmanns forsætisráðherra.

Þess má geta að á þingi árið 2009 lagði efnahags- og skattanefnd Alþingis fram frumvarp þess efnis að laun handhafa forsetavalds „skulu samanlagt njóta sem svarar til fimmtungs launa forseta þann tíma sem þeir hverju sinni fara með forsetavald um stundarsakir.“ Frumvarpið var ekki afgreitt á þinginu.

Hins vegar sagði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Framsóknarflokks í umræðum um málið 17. ágúst 2009: „Sem leiðir líka hugann að því að eftir hrunið í haust fór hæstv. forseti sjálfur fram á að laun hans yrðu lækkuð til þess að hann gæti á einhvern hátt hjálpað til í þessu hruni.  ... Laun forseta Íslands voru lækkuð í kjölfarið þvert á það sem kjararáð á að gera því að kjararáð á fyrst og fremst að ákvarða launakjör æðstu embættismanna þjóðarinnar.“ 

mbl.is

Innlent »

„Þetta eru umtalsverðar upphæðir“

10:45 Öllum farþegum flugfélagsins Air Berlin, sem áttu bókað flug með vél félagsins sem var kyrrsett í Keflavík, var boðin ferð með annarri vél félagsins sem var á leið til sama lands og kyrrsetta vélin. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

10:45 Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Boðflennur á fundi sjálfstæðismanna

09:17 „Ég var sérstaklega ungur í anda þarna í gærkvöldi,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hélt erindi á kvöldi á vegum Ungra sjálfstæðismanna um veip, eða rafrettur. Meira »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Umhverfisþing hafið í Hörpu

09:14 Umhverfisþing hófst í Hörpu í morgun með ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Það er haldið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga og að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Nú kr. 8.910,- Nú kr. 8.910,- Lau...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...