Stofna samtök gegn Icesave

Stofnuð hafa verið samtökin ADVICE, sem segjast hafa það að markmiði að upplýsa, fræða og miðla upplýsingum um ástæður og mikilvægi þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi.

Í tilkynningu segir, að ADVICE hópurinn telji að hallað hafi á sjónarmið gegn Icesave lögunum í kynningu málsins.  Hópurinn vilji leggja sig fram um að upplýsa um helstu rök gegn Iögunum.

Verkefni ADVICE hópsins sé að greina hugsanlegar afleiðingar þess að hafna Icesave, færa fram sem skýrust rök með höfnun og einnig að varpa ljósi á helstu veikleika í málflutningi þeirra sem vilja að þjóðin samþykki Icesave lögin.

Hópurinn teli nú formlega 15 meðlimi sem hafa meðal annars bakgrunn á sviði lögfræði, hagfræði, viðskipta- og verkfræði. Starf hópsins sé unnið í sjálfboðavinnu.

Samtökin halda blaðamannafund á mánudag og ætla þá að opna vefsíðu. Meðal þeirra, sem standa að samtökunum eru nokkrir þeirra sem sem stóðu að vefnum kjosum.is þar sem safnað var undirskriftum undir áskorun til forseta Íslands að hafna Icesave-lögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert