Á annað hundrað kusu í dag

Ólafur Ragnar Grímsson vísaði lögunum til þjóðarinnar. Myndin var tekin …
Ólafur Ragnar Grímsson vísaði lögunum til þjóðarinnar. Myndin var tekin þegar hann kom frá því að kjósa í síðustu atkvæðagreiðslu um Icesave. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er búið að vera stöðugur straumur í allan dag,“ sagði Bryndís Bachmann, hjá sýslumanninum í Reykjavík, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl nk. hófst í dag.

73 voru búnir að greiða atkvæði hjá sýslumanninum í Reykjavík kl. 15 í dag og 142 á landinu öllu.

Í atkvæðagreiðslunni er kosið um hvort lögin sem Alþingi samþykkti haldi gildi sínu eða hvort þau eigi að falla út gildi. Forseti Íslands vísaði lögunum til þjóðarinnar.

Opið er á skrifstofutíma hjá sýslumanninum í Reykjavík á milli kl. 9:00 til 15:30 alla virka daga til 25. mars nk. Laugardaginn 19. mars er opið frá kl. 12 til 14. Laugardaginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars nk. er einnig opið frá kl. 12 til 14.

Frá og með mánudeginum 28. mars fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10 til 22. Á kjördag verður opið frá kl. 10 til 17.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert