Erlendum ferðamönnum fjölgar

Tæplega 23 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í  febrúar og eru það 2500 fleiri brottfarir en í febrúarmánuði 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 12,6% í febrúarmánuði á milli ára, að sögn Ferðamálastofu.

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 30,8% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,7% af heildarfjölda, síðan komu Norðmenn (7,9%), Danir (6,4%), Þjóðverjar (5,7%), Frakkar (5,5%) og Svíar (5,2%).

Feðramálastofa segir, að breskum ferðamönnum hafi fjölgað verulega milli ára og einnig ferðamönnum frá Norður-Ameríku. Þannig fóru tæplega þúsund fleiri Bretar frá landinu í febrúar í ár en í febrúarmánuði í fyrra, um 800 fleiri Norður-Ameríkanar og um 600 fleiri gestir frá Mið- og Suður-Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert