Unglingur stal bíl og skemmdi löggubíl

Lögreglumaður, sem var á bakvakt í Búðardal í fyrradag, handtók 14 ára pilt sem hafði stolið bifreið á sveitabæ í nágrenninu.

Pilturinn var í vistun á bænum og hugðist strjúka úr vistinni. Hann tók bíl traustataki í því skyni en endaði för sína ofan í skurði.

Frá þessu segir á vef Skessuhorns.

Lögregla kom á vettvang og freistaði þess að handsama piltinn, en áður en það tókst, náði hann að skemma lögreglubílinn með því að henda grjóti í framrúðu hans og sparka í hann.

Piltinum var komið í hendur barnaverndaryfirvalda í Reykjavík.  

Frétt Skessuhorns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert