719 undirskriftir komnar

Blaðamannafundur á þaki Æsufells 4 í dag.
Blaðamannafundur á þaki Æsufells 4 í dag. mbl.is/hag

Um 700 manns hafa þegar skráð sig á undirskriftalista á vefnum born.is, sem opnaður var af þaki Æsufells 4 í dag, en þar er skorað á borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá sameiningar- og breytingaráformum í leik- og grunnskólum, sem og frístundaheimilum borgarinnar.

„Við höfum svo sem ekki sett okkur markmið um hve undirskriftum margra við viljum ná. Sé hins vegar tekið mið af viðbrögðum, væntum við að borgarbúar taki fljótt við sér og skrái sig á listann. Jarðvegurinn er frjór og andstaðan gegn áformum um sameiningu skólanna í borginni er mjög almenn. Við höfum hvergi fundið pólitískar línur í þessu máli - aðeins að fólk vill börnunum sínum allt það besta,“ sagði Ásbjörn Kristinsson, einn forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar.

Undirskriftasöfnunin mun standa til 24. mars en þá er stefnt að því að afhenda listann í ráðhúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert