Fjárhúsgólf hrundi

mbl.is/Árni Torfason

Fimm kindur drápust þegar gólf hrundi í fjárhúsi á bænum Fagraneskoti í Aðaldal um hádegisbil í dag. Talið er að sperra undir gólfinu hafi gefið sig og féllu um 90 kindur niður um 3-4 metra.

Í fjárhúsinu, sem var byggt fyrir þrjátíu árum, eru fjórar krær. Gólfið hrundi undir tveimur þeirra.

Óttast er að fleiri drepist vegna áverka sem þær hlutu þegar kemur að sauðburði, en stutt er í hann.

Bæði lögregla og björgunarsveitin á Laugum voru kallaðar til og aðstoðuðu við að laga til í nokkrar klukkustundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert