Ekki von á stórfelldum skattabreytingum

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir á Alþingi. mbl.is/Ernir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki væri von á stórvægilegum breytingum á skattkerfinu á næsta ári líkt og voru á árunum 2009 og 2010.

Steingrímur sagði að ýmsir veikleikar væru enn í íslenska skattkerfinu vegna þess að vanrækt hefði verið um langt árabil að taka upp ýmsar reglur í kerfið, sem væru í nágrannalöndunum. 

Hann var að svara fyrirspurn frá Ólöfu Nordal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem spurði hvort von væri á auknum skattaálögum á almenning og fyrirtæki.

Steingrímur sagði, að ákaflega æskilegt væri að lækka tryggingargjaldið sem hefði verið hækkað verulega vegna vaxandi atvinnuleysis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert