Fjölgar á kjörskrá

Hægt er að kjósa utan kjörfunda í Laugardalshöll.
Hægt er að kjósa utan kjörfunda í Laugardalshöll.

232.539 kjósendur eru á kjörskrá fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-lögin á laugardag, 116.656 konur og 115.883 karlar.

Fram kemur á vef Þjóðskrár, að við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009 voru 227.843 kjósendur á kjörskrá og nemur fjölgunin 4.696 eða 2,1%.

Kjósendur með lögheimili erlendis eru 11.608 eða 5% kjósendatölunnar og hefur þeim fjölgað um 1667 frá síðustu alþingiskosningum eða um 16,8%.  Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 3029 eða 1,4%.

Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn frá alþingiskosningunum 2009 eru 9173 eða 3,9% af kjósendatölunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert