Taldi að lánið væri í erlendri mynt

mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfum sem fyrirtækið  Eignageir ehf. gerði gagnvart Íslandsbanka vegna ágreinings um hvort lán sem bankinn veitt væri í íslenskt eða erlent.

Eignageir tók árið 2007 81 milljón króna að láni hjá Glitni. Ágreiningur var um hvort lánið væri íslenskt lán með tengingu við erlendan gjaldmiðil eða hvort um væri að ræða lán í erlendri mynt eins og bankinn hélt fram.

Samkvæmt 2. gr. lánssamningsins bar að „endurgreiða lánið í þeim gjaldmiðlum sem það samanstendur af“. Dómurinn taldi að ekki yrði séð að lánsfjárhæðirnar væru bundnar gengi hinna erlendu mynta heldur bæru þær vexti eins og tilgreindir eru í 3. gr. samningsins.

„Þegar lánssamningurinn er virtur í heild sinni eru samningsákvæðin verulega frábrugðin þeim samningsákvæðum þar sem dómstólar hafa fallist á að skuldbinding sé í raun í íslenskum krónum, en bundin gengi erlendrar myndar. Með vísan til þess sem að framan greinir er niðurstaða dómsins sú að um lán í erlendri mynt sé að ræða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert