Tómum íbúðum fækkar

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Heddi

Samtök iðnaðarins létu nýverið telja tómar nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu og í ljós kom að þeim hefur fækkað um 18% milli ára. Samtökin segja þessa niðurstöðu ótvírætt benda til þess að aukin þörf sé að skapast á frekari byggingarframkvæmdum, einkum smærri íbúða.

Sambærileg talning fór fram á síðasta ári. Þá voru tómar nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu ríflega 2.000, þar af um 1.600 fokheldar íbúðir og lengra komnar. Talningin nú sýndi 1.648 tómar byggingar, þar af um 1.300 fokheldar og nær fullbúnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samtökin hafi líkt og í fyrra einnig látið kanna stöðuna á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ og þar hefur tómum íbúðum sömuleiðis fækkað. Þá voru íbúðir með þessum hætti taldar í fyrsta sinn á Akureyri og reyndust þær vera ríflega 100 í fjölbýli.

Talið er að byggja þurfi 1.500 til 2.000 íbúðir á ári til að uppfylla eðlilega þörf markaðarins en stórir árgangar ungs fólks eru á leiðinni meðal íbúðarkaupenda. Jón Bjarni Gunnarsson og Friðrik Ágúst Ólafsson hjá Samtökum iðnaðarins, sem önnuðust talninguna, segja m.a. í Morgunblaðinu í dag að sveitarfélögin þurfi að breyta skipulagi sínu og lækka ýmis gjöld til að koma markaðnum af stað á ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert