Vilja heildarstefnu um gjaldtöku á umferð

Samtök atvinnulífsins telja mikilvægt að móta sem fyrst nýja heildarstefnu um gjaldtöku á umferðina. Samtökin vilja að samhliða gjaldtöku verði stigin skref til að draga úr skattlagningu á bensíni.

„Samtök atvinnulífsins hafa í tengslum við kjarasamninga lagt áherslu á að hefja sem fyrst átak um samgönguframkvæmdir. Til þess að það geti gengið eftir verður að móta sem fyrst nýja heildarstefnu um gjaldtöku á umferðina. Þar verður að horfa til þess að milda áhrif hækkunar á innkaupsverði eldsneytis og taka þess í stað upp innheimtu fyrir notkun tiltekinna mannvirkja,“ segir í pistli á heimasíðu SA.

Frétt á heimasíðu SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert