Hafa hvorki efni á mat né bensíni

Bílar við húsnæði Öryrkjabandalagsins.
Bílar við húsnæði Öryrkjabandalagsins.

„Þeir sem virkilega þurfa á bílum að halda eru í verulegum vandræðum. Sumir hafa ekki lengur efni á að aka bílnum. Það er alveg sama hvernig neysluviðmið ríkisstjórnarinnar eru skoðuð. Öryrkjar eru þar langt fyrir neðan.“

Þetta segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í Morgunblaðinu í dag um þá staðreynd að eldsneytiskaup eru orðin tekjulægstu öryrkjunum ofviða. Margir eiga heldur ekki fyrir mat.

„Fólk leitar eftir ókeypis mat hjá vinum og kunningjum til að draga fram lífið. Sumir eiga þess ekki kost. Það eru heldur ekki allir sem treysta sér í matarraðir. Ég myndi því ætla að hundruð Íslendinga svelti á árinu 2011,“ segir Guðmundur.

Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, skýrir nýlega hækkun á húsaleigu svo: „Allir leigusamningar eru tengdir vísitölunni. Þetta þarf að haldast í hendur við skuldir sjóðsins hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Björn Arnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert