Ísland eins og það var 1995

Úr verslun Krónunnar í Mosfellsbæ.
Úr verslun Krónunnar í Mosfellsbæ. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Neyslumynstri almennings er farið að svipa til þess sem það var árið 1995 þegar mánaðamót voru tími kaupstaðaferða hjá launþegum. Þetta er mat Kristins Skúlasonar, framkvæmdastjóra Krónunnar, sem sér skýr merki um að almenningur fylgist grannt með verðþróun. Hann segir verðhækkanir á mat í kortunum.

Kristinn hefur fylgst með matvörumarkaðnum í áratugi og segir aðspurður að fólk kaupi nú inn minna en oftar í matinn. Þá hafi verðvitund neytenda styrkst. Góð viðbrögð við tilboðum séu skýr vísbending um að almenningur reyni að hámarka kaupgetu sína á tímum minnkandi kaupmáttar.  

„Það má segja að aftur sé kaupstaðastemning um mánaðamót, líkt og þekkt var í verslunum áður fyrr,“ segir Kristinn en hann greinir stöðuna svo að verð á eldsneyti, aðföngum og hráefnisvörum þurfi að lækka eigi að takast að afstýra frekari hækkunum á matvöruverðinu á næstu mánuðum.

Nánar er rætt við hann í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert