ESA svarað eftir helgi

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ómar

Svarbréf Íslendinga í Icesave-deilunni verður sent Eftirlitsstofnun Efta strax eftir helgi. Unnið er að lokafrágangi þess í efnahags-og viðskiptaráðuneytinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við RÚV að verið væri að vinna í þessu í ráðuneytinu nú um helgina og bréfið yrði kynnt fyrir utanríkismálanefnd Alþingis á fundi klukkan sex annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert