Ísbjörninn kominn til Reykjavíkur

Ísbjörninn á Hornströndum í dag.
Ísbjörninn á Hornströndum í dag. Mynd / Landhelgisgæslan

Hræið af ísbirninum sem sást í morgun í Hælavík á Hornströndum er nú komið til Reykjavíkur. Tekin var ákvörðun um það að drepa ísbjörninn af öryggisástæðum að sögn Umhverfisstofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands mun nú taka við hræinu og rannsaka það.  Hræið verður krufið og tekin úr því sýni.

„Lögreglan á Ísafirði var með í för og mat aðstæður þannig að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn á svæðinu og tryggja þannig að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.

Ísbjörninn við komuna til Reykjavíkur.
Ísbjörninn við komuna til Reykjavíkur. mbl.is / Árni Sæberg
Ísbjörninn á Hornströndum í dag.
Ísbjörninn á Hornströndum í dag. Mynd / Landhelgisgæslan
Ísbjörninn á Hornströndum í dag.
Ísbjörninn á Hornströndum í dag. Mynd / Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert