„Stofnum ekki mönnum í hættu“

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni.

Mikil þoka er nú á Hælavík á Hornströndum, þar sem vart varð við ísbjörn í morgun. Að sögn Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns á Ísafirði, verður beðið með aðgerðir uns þokunni léttir.

„Við erum ekki að fara að senda menn inn í þokuna og stofna þeim í hættu,“ sagði Önundur í samtali við mbl.is.

Kristinn Már Ársælsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að starfsmaður stofnunarinnar hafi farið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að meta aðstæður. 

„Við erum að safna upplýsingum og tökum síðan ákvörðun út frá þeim,“ sagði Kristinn Már í samtali við mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert