Bað kýrnar afsökunar

Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson Ernir Eyjólfsson

Þingmaðurinn Þráinn Bertelsson segist á Facebook-síðu sinni hafa beðið íslenska kúastofninn afsökunar á því að hafa tengt hann fasisma.

Er færsla Þráins samhangandi spéfrétt af vefsíðunni baggalutur.is, þar sem sagt er frá því að Félag íhaldsbelja á Íslandi harmi neikvæða umræðu sem sprottið hafi upp um félagsbeljur sínar.

„Enda er ég búinn að biðja íslenska kúastofninn afsökunar á því að tengja þetta göfuga kyn við fasisma,“ segir færsla kúavinarins Þráins.

Þráinn kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokks, bæði kúlulána- og íhaldsbelju, og íhalds- og fasistabelju, á Facebook vegg sínum síðastliðinn föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert