Kostnaður ríkisins væri 11 milljarðar

Í kjölfar endurskoðaðs mats á heimtum þrotabús Landsbankans, sem birt var í gær, hefur fjármálaráðuneytið uppfært mat sitt á kostnaði ríkissjóðs, miðað við að Icesave-samningarnir hefðu verið samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu nú í apríl.

Segir ráðuneytið, að miðað við sömu reikningsaðferðir hafi hreinn kostnaður ríkissjóðs lækkað úr 32 milljarða króna miðað við árslok 2010, í 11 milljarða króna miðað við 31. mars.

Skilanefnd Landsbankans áætlar nú, að  endurheimtur þrotabús bankans dugi fyrir 99%  forgangskrafna.  

Fjármálaráðuneytið segir, að Eftirlitsstofnun EFTA hafi nú til meðferðar meint samningsbrotamál á hendur íslensku stjórnvöldum. Sé þess vænst að niðurstaða stofnunarinnar liggi fyrir á næstu mánuðum og að eftir það kunni málið af fara fyrir dómstóla. Kostnaður ríkissjóðs vegna málsins er af þessum og fleiri ástæðum óviss. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert