Úr varnarleik í sóknarbolta

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði við upphaf flokksráðsfundar VG, að Ísland væri á leið upp úr kreppunni eftir langan og erfiðan fyrri hálfleik í vörn.

Flokksráðsfundurinn hófst í dag og lýkur á hádegi á morgun með afgreiðslu ályktana. Í dag starfa starfshópar og fara yfir drög að ályktunum.

Steingrímur sagði að ríkisstjórnin hefði náð árangri og nú væri kominn tími til að spila sóknarbolta. Hann sagði að mikið hefði reynt á ríkisstjórnina og VG. Hann minntist hins vegar ekkert á brotthvarf þriggja þingmanna úr þingflokknum.

Steingrímur sagði að stjórnmálin á Íslandi hefðu allt frá hruni átt í vanda. Stjórnarandstaðan ætti í miklum erfiðleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert