Kolniðamyrkur

Brynvarinn björgunarsveitarbíll í öskumyrkrinu utan við Hótel Laka á níunda …
Brynvarinn björgunarsveitarbíll í öskumyrkrinu utan við Hótel Laka á níunda tímanum í morgun. mbl.is/Eggert

„Það er kolniðamyrkur úti og skyggni ekki nema um 4 metrar,“ segir Anna Guðrún Jónsdóttir starfsmaður í móttöku Hótel Laka, Efri-Vík. 

„Það var myrkur í gærmorgun en birti til um kl. 13 og var bjart það sem eftir lifði dags. Um kvöldið var loftið orðið nokkuð gott og sást í bláan himinn,“ segir Anna.

„Upp úr miðnætti var farið að dimma aftur og kl. 6 í morgun varð allt svart. Maður fer ekkert út nema út í bíl í bráðri nauðsyn.“

Nokkrir erlendir gestir eru á hótelinu. „Þeim finnst þetta bara spennandi og finnst gott að hafa þak yfir höfuðið,“ segir Anna. Þeir vonist þó til að geta haldið áfram fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert