Skyndilegur svifrykstoppur

Mistur yfir Reykjavík.
Mistur yfir Reykjavík. mbl.is/Ómar

Loftgæðamælingar á Grensásvegi í Reykjavík sýndu háan topp í svifryki um klukkan átta í morgun. Þessi toppur mældist í kringum 700 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á sólarhring.

Fram kemur á vef Umhverfisstfonunar, að þegar þessar mælingar voru bornar saman við mælingar frá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og Digranesheiði í Kópavogi kom í ljós að svifryksgildi frá þeim stöðvum voru ekki eins há og á Grensásvegi.

Þyki líklegt, að hátt gildi svifryksmengunar á Grensásvegi hafi verið vegna uppþyrlunnar af völdum bílaumferðar í kringum klukkan 8 í morgun. Toppurinn sé því líklega svæðisbundinn og megi búast við hærri gildum svifryks nálægt umferðaræðum á umferðartímum heldur en á öðrum tímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert