Bílar teknir af fólki í greiðsluskjóli

Óskir fjármögnunarfyrirtækja um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun fengu ekki þann hljómgrunn sem vænst var og sökum þess hafa þau á nýjan leik tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í febrúar. Bílasamningum fólks í greiðsluaðlögun er rift og viðkomandi gert að skila bílunum.

Raunar fékkst ekki uppgefið um hvaða fjármögnunarfyrirtæki er að ræða en staðfest var að mál af þessum toga hefðu í töluverðum mæli komið inn á borð velferðarráðuneytis og umboðsmanns skuldara (UMS) að undanförnu. Í bréfi sem barst Morgunblaðinu frá einum sem er í þessum sporum kemur fram að hann sé með sinn samning hjá SP-fjármögnun.

Í stuttu máli er málið þannig vaxið, að einstaklingar sem njóta greiðsluskjóls mega ekki greiða af lánum sínum, samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Fjármögnunarfyrirtækin litu svo á að um væri að ræða leigusamninga og fólki í greiðsluaðlögun væri því heimilt að greiða áfram.

Sú túlkun var ekki samþykkt og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í febrúar að þarna virtist sem farið væri fram með öðrum hætti en stjórnvöld væru sátt við. Jafnframt sagði hann að skoðað væri hvort setja þyrfti lög á túlkun fjármögunarfyrirtækjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert