Önnur félög hafa ekki lækkað

Atlantsolía, ÓB og Orkan lækkuðu í dag verð á eldsneyti.
Atlantsolía, ÓB og Orkan lækkuðu í dag verð á eldsneyti. mbl.is/Frikki

Olíufélögin Olís, N1 og Shell hafa ekki lækkað verð á bensíni og dísilolíu  líkt og Atlantsolía, ÓB og Orkan gerðu í dag.

Verð á bensíni er nú 232,10 krónur lítrinn hjá Orkunni og 0,10 krónum dýrara hjá hinum félögunum tveimur. Hjá félögunum þremur kostar dísilolía 231,10 krónur. Hjá N1, Shell og Olís er verðið í kringum 5 krónum hærra.

Ekki liggur fyrir hvort stóru félögin, N1, Shell og Olís ætli einnig að lækka eldsneytisverð. „Við erum að fara yfir málin,“ sagði Elías Bjarni Guðmundsson hjá fjármálasviði N1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert