„Ákveðin viðurkenning“

mbl.is/Eggert

„Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við höfum verið að segja árum saman,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir í samtali við mbl.is, spurð út í niðurstöðu rannsóknarskýrslu umstarfshætti og viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni, biskupi, um kynferðisbrot.

Sigrún Pálína vísar þá til þess sem hún, Dagbjört Guðmundsdóttir og Stefanía Þorgrímsdóttir hafa haldið fram árum saman varðandi Ólaf biskup.

Hún vonast til að með skýrslunni verði hægt að setja punkt fyrir aftan málið. „Ég vona að kirkjuþing taki á þessu af ábyrgð og taki við ábyrgðinni á þessu máli,“ segir Sigrún Pálína. Það sé búið að taka yfir 32 ár að komast að niðurstöðu.

Kirkjuþing mun koma saman á þriðjudag til að fara yfir skýrsluna og þær ábendingar sem þar koma fram.

Hafi ekki komið heiðarlega fram

Sigrún Pálína segir að það sé miður að ekki sé tekin ákveðnari afstaða varðandi hlutdeild Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og Karls Sigurbjörnsson biskups. Sigrún Pálína vísar til viðbragða þeirra á sáttafundi sem var haldinn í Hallgrímskirkju dagana 2. og 3. mars árið 1996.

„Ég veit hvað gerðist frá mínum bæjardyrum séð. Og mér finnst þeir ekki hafa komið heiðarlega fram. Hvorki þá eða núna í dag,“ segir Sigrún Pálína um þá Hjálmar og Karl.

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að sérstaklega hafi verið kappkostað að reyna að upplýsa um þau atriði sem Sigrún Pálína hafi helst talið fela í sér ámælisverða framkomu í hennar garð af hálfu þeirra Karls og Hjálmars.

„Fyrir liggi að þeir hafi með öllu hafnað staðhæfingum Sigrúnar Pálínu um þessi atvik. Eftir að hafa yfirfarið gögn málsins og framburð fyrir rannsóknarnefndinni sé ljóst að orð standi á móti orði um hvernig háttað hafi verið framvindu atburðarásarinnar síðla sunnudags 3. mars 1996,“ segir í skýrslunni.

Atburðarásin skjalfest

Aðspurð þá segist hún vera ánægðust með það að þessi atburðarás skuli nú vera skjalfest. „Að það sé skjalfest sem gerðist innan kirkjunnar á þessum tíma. Bara að það skuli vera komin yfir 300 síðna skýrsla er ákveðinn sigur,“ segir hún.

Sigrún Pálína tekur fram að hún eigi eftir að fara betur yfir skýrsluna en hún kynnti sér helstu niðurstöður hennar í kjölfar birtingarinnar í dag. „Ég ætla að nota næstu daga til að fara yfir skýrsluna og ég vonast til að þeir sem lesi um Hallgrímskirkjufundinn séu ekki í vafa um sannleikann.“

Sigrún Pálína segir að þrátt fyrir að hún hafi orðið að yfirgefa landið árið 1996 þá hafi hún aldrei gefist upp. Ástæðan sé sú að hún gat ekki sætt sig við það að það væri ekki hægt að koma fram með svona mál. Mikilvægt sé að konur, börn og menn fái að njóta réttlætis.

Þá vonast Sigrún Pálína til að málið hafi leitt til þess að þeim hafi nú tekist að sýna fram á að það sé hægt að láta réttlætið fram ganga.

Ró komist á málið

„Síðan að það komist ró á og þjóðkirkjan taki af ábyrgð á þessu máli,“ segir hún.

„Ég hef aldrei getað sætt mig við það að skyldi þurfa að segja mig úr þjóðkirkjunni og vona að það komi sá dagur að ég geti sagt mig inn í hana aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...