Sandfangari í Vík

Víkurfjara er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Víkurfjara er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jónas Erlendsson

Í Vík í Mýrdal er nú verið að byggja svonefndan sandfangara, 276 m langan brimvarnargarð, hornrétt út frá fjörunni neðan við kauptúnið Vík.

Fram kemur á vef Siglingastofnunar, að hlutverk garðsins sé, eins og nafnið gefi til kynna, að fanga sand og hamla þannig landbroti í Víkurfjöru.

Samið var við verktakafélagið Glaum í Garðabæ sem bauð 119.721.600 kr. eða 68% af kostnaðaráætlun.

Grjótið í sandfangarann er sótt um 25 km leið úr námu á Eystri-Sólheimaheiði. Samkvæmt útboði á verkinu að ljúka eigi síðar en 30. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert