Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Afstaða manna til hins minna frumvarps segir bara eitt. Það er hvort menn séu tilbúnir að ana út í einhverjar vitleysisbreytingar og vanhugsað flan, sem öllum kemur illa,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni í dag um svonefnt minna frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða sem samþykkt var nýverið með ýmsum breytingum.

Hann segir að reynt hafi verið að snúa út úr afstöðu sjálfstæðismanna til frumvarpsins og látið í það skína að afstaða til þess væri mælikvarði á það hvort vilji væri til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða ekki. Segir hann að sjálfstæðismenn hafi beitt sér fyrir ýmsum breytingum í þeim efnum í gegnum tíðina og meðal annars komið á auðlindagjaldi á sínum tíma.

„Nú er hins vegar verið að veikja grunn fiskveiðistjórnarkerfisins. Gera það síður tækt sem aflvaka hagvaxtar og bættra lífskjara. Það er verið veikja einyrkjana, hamla fjárfestingum nýrra sem gróinna aðila innan greinarinnar og gera hana lítt eftirsóknarverða sem starfsvettvang, sem er stóralvarlegt mál í ljósi þess að hún er víða á landsbyggðinni helsti starfsvettvangur íbúanna,“ segir Einar.

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert