Segir VG á milli steins og sleggju

Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra og þingmaður.
Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra og þingmaður. mbl.is / Skapti Hallgrímsson

„Fylgið mun því tálgast jafnt og þétt af VG frá báðum hliðum meðan afstaða flokksins í þessu máli er jafn hálfvolg og tvíbent og raun ber vitni,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra og áhrifamaður innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um framgöngu flokksins í Evrópumálum.

Ragnar segir á vefsíðu Vinstrivaktarinnar gegn ESB að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi lent á milli steins og sleggju í kjölfar þess að meirihluti þingmanna flokksins hafi tryggt samþykkt umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið á Alþingi 2009.

„Hætt er við að margir fyrrum kjósendur VG sem andvígir eru aðild treysti ekki flokknum þegar næst verður kosið vegna þess að flokkurinn greiddi götu aðildarumsóknar að ESB. Á hinn bóginn munu þeir sem mikinn áhuga hafa á ESB-aðild styðja Samfylkinguna þar sem stefna VG er að Ísland standi utan við ESB,“ segir Ragnar.

Ragnar segir að framganga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Evrópumálum hafi þegar valdið flokknum búsifjum og kunni ennfremur að verða flokknum dýrkeypt á næstu árum „nema forystulið hans taki á sig rögg og segi sig með skýrum hætti frá þessu feigðarflani Samfylkingarinnar í náðarfaðm ESB.“

Pistill Ragnars á Vinstrivaktinni gegn ESB

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka