Reykvíkingur ársins 2011

Gunnlaugur Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Gunnlaugur var valinn ...
Gunnlaugur Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Gunnlaugur var valinn Reykvíkingur ársins 2011. mbl.is/Golli

Fréttin uppfærð 7.38

Gunnlaugur Sigurðsson, Reykavíkingur ársins 2011, landaði fyrsta laxinum úr Elliðaánum i morgun. Hann opnaði laxveiðina í Elliðaánum klukkan 7.00 og setti strax í lax í Sjávarfossi.

Laxinn slapp en þá var rennt aftur og tók sami laxinn. Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari og veiðimaður, sagði að slitnað hafi úr laxinum í fyrstu tökunni. Þegar hann kom upp var hann með krókinn úr fyrra rennslinu í kjaftinum.

Gunnlaugur beit veiðiuggann af laxinum eins og hefðin krefst. Laxinn var fimm punda hængur.  Jón Gnarr borgarstjóri opnaði ekki árnar eins og venja er að borgarstjóri geri. Hann hjálpaði Gunnlaugi þó við löndunina og hélt á stönginni á meðan veiðimaðurinn kom sér betur fyrir. 

Gunnlaugur var valinn Reykvíkingur ársins 2011 og er 79 ára gamall íbúi við Fellsmúla.

Gunnlaugur hefur búið í fjölbýlishúsi við Fellsmúla 15 í yfir 40 ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Hann þykir fyrirmyndar nágranni og hefur haldið sameign og lóðum fjölbýlishúsanna við Fellsmúla 13 og 15 hreinum í áratugi án þess að þiggja greiðslur fyrir auk þess að hreinsa burt illgresi við gangbrautarkanta í nágrenni fjölbýlishúsanna. 

Í ábendingu sem barst frá nágranna Gunnlaugs til fjölda ára segir m.a. „Ég tel mig bera kennsl á mikilvægi hans og hæfni í mannlegum samskiptum almennt og ekki síst því mikilvæga hlutverki að vera partur af heildarsamfélagi sem fjölbýli verður að mótast af. Skilningi, umburðarlyndi og óeigingirni.

Gunnlaugur hefur alla burði til þess að vera í hópi fyrirmyndar Reykvíkinga, sem láta sér annt um umhverfi sitt og stuðla jafnframt að friðsælu sambýli fólks með ólíkar skoðanir og viðhorf eins og gengur og gerist í fjölbýlishúsum borgarinnar.“

Gunnlaugur er fjögurra barna faðir og eru börn hans uppkominn. Hann er fyrrverandi lögreglumaður. Fjölmargar góðar ábendingar bárust að Reykvíkingi ársins 2011. Þriggja manna dómnefnd stóð að valinu en í henni sátu: 
  
Anna Kristinsdóttir Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. 
Bjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. 
Gunnar Ólafsson, lífefnafræðingur og Reykvíkingur, valinn úr þjóðskrá

Gunnlaugur Sigurðsson (t.h.), Reykvíkingur ársins 2011, með Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni ...
Gunnlaugur Sigurðsson (t.h.), Reykvíkingur ársins 2011, með Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni (t.v.) við Sjávarfoss. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir

15:02 Hrein eign fólks yfir 67 ára aldri var rúmlega 40 milljónir króna að meðaltali árið 2016. Í kjölfar ummæla Brynjars Níelssonar hafði blaðamaður samband við Hagstofuna til þess að fá upplýsingar um málið. Meira »

„Þetta er klárlega barningur“

14:53 „Markmiðið núna er að eftir 50 ár verði hlutfall skógar komið upp í 5%,“ hefur New York Times eftir Sæmundi Þorvaldssyni, verkefnisstjóra hjá Skógræktinni, í ítarlegri grein um skógrækt á Íslandi. Meira »

Tóku þátt í að uppræta smygl á fólki

14:34 Lögreglan á Suðurnesjum kom fyrr á þessu ári að upprætingu skipulagðra glæpasamtaka sem grunuð eru um smygl á fólki frá Suður-Evrópu til Bandaríkjanna, með viðkomu m.a. í Finnlandi og á Íslandi. Lögreglan hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017. Meira »

Flestum óhætt að nota þráðlaus net

14:22 Svo virðist sem mesta hættan vegna KRACK veikleikans sem brýtur WPA2 dulkóðun á þráðlausum WiFi netum sé liðin hjá. Fjarskiptafélögin á Íslandi hafa sett inn öryggisuppfærslur á nánast alla WiFi netbeina sína. (e. router). Meira »

Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar

14:17 Hall­dór Björns­son, sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði að lofts­lags­sag­an væri saga skrykkj­ótt­ar kóln­un­ar með hlýj­um köfl­um inn á milli. Síðustu 200 ár hefði verið skrykkj­ótt hlýn­un með köld­um köfl­um hér á landi. Meira »

Á að leiða til betri meðferðar

14:01 Notkun geislunar í læknisfræðilegum tilgangi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ekki er hins vegar ástæða til þess að óttast þá þróun, þar sem notkun hennar skili sér langoftast í betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga. Meira »

Göngugötur í miðborginni á Airwaves

13:11 Nokkrum götum miðborgar Reykjavíkur verður breytt í göngugötur meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1. til 5. nóvember. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Lögreglan leita að hvítum fólksbíl

14:11 Lögreglan á Suðurnesjum er að leita að hvítum Volkswagen golf með skráningarnúmerinu ZG K81 sem stolið var frá bifreiðastæðinu við Bláa lónið. Lögreglan óskar vinsamlegast eftir að því að þeir sem hafi upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin hafi samband í síma 444-2200. Meira »

„Ég hef engu logið“

13:59 „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Kynnti sviðsmynd um minnkandi losun

13:10 Áætla má að Ísland þurfi að minnka árlegan útblástur gróðurhúsalofttegunda um allt að milljón tonn koldíoxíðs fyrir 2030. Hægt væri að ná um helmingi þessa samdráttar með aðgerðum í samgöngum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...