Reykvíkingur ársins 2011

Gunnlaugur Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Gunnlaugur var valinn ...
Gunnlaugur Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Gunnlaugur var valinn Reykvíkingur ársins 2011. mbl.is/Golli

Fréttin uppfærð 7.38

Gunnlaugur Sigurðsson, Reykavíkingur ársins 2011, landaði fyrsta laxinum úr Elliðaánum i morgun. Hann opnaði laxveiðina í Elliðaánum klukkan 7.00 og setti strax í lax í Sjávarfossi.

Laxinn slapp en þá var rennt aftur og tók sami laxinn. Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari og veiðimaður, sagði að slitnað hafi úr laxinum í fyrstu tökunni. Þegar hann kom upp var hann með krókinn úr fyrra rennslinu í kjaftinum.

Gunnlaugur beit veiðiuggann af laxinum eins og hefðin krefst. Laxinn var fimm punda hængur.  Jón Gnarr borgarstjóri opnaði ekki árnar eins og venja er að borgarstjóri geri. Hann hjálpaði Gunnlaugi þó við löndunina og hélt á stönginni á meðan veiðimaðurinn kom sér betur fyrir. 

Gunnlaugur var valinn Reykvíkingur ársins 2011 og er 79 ára gamall íbúi við Fellsmúla.

Gunnlaugur hefur búið í fjölbýlishúsi við Fellsmúla 15 í yfir 40 ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Hann þykir fyrirmyndar nágranni og hefur haldið sameign og lóðum fjölbýlishúsanna við Fellsmúla 13 og 15 hreinum í áratugi án þess að þiggja greiðslur fyrir auk þess að hreinsa burt illgresi við gangbrautarkanta í nágrenni fjölbýlishúsanna. 

Í ábendingu sem barst frá nágranna Gunnlaugs til fjölda ára segir m.a. „Ég tel mig bera kennsl á mikilvægi hans og hæfni í mannlegum samskiptum almennt og ekki síst því mikilvæga hlutverki að vera partur af heildarsamfélagi sem fjölbýli verður að mótast af. Skilningi, umburðarlyndi og óeigingirni.

Gunnlaugur hefur alla burði til þess að vera í hópi fyrirmyndar Reykvíkinga, sem láta sér annt um umhverfi sitt og stuðla jafnframt að friðsælu sambýli fólks með ólíkar skoðanir og viðhorf eins og gengur og gerist í fjölbýlishúsum borgarinnar.“

Gunnlaugur er fjögurra barna faðir og eru börn hans uppkominn. Hann er fyrrverandi lögreglumaður. Fjölmargar góðar ábendingar bárust að Reykvíkingi ársins 2011. Þriggja manna dómnefnd stóð að valinu en í henni sátu: 
  
Anna Kristinsdóttir Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. 
Bjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. 
Gunnar Ólafsson, lífefnafræðingur og Reykvíkingur, valinn úr þjóðskrá

Gunnlaugur Sigurðsson (t.h.), Reykvíkingur ársins 2011, með Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni ...
Gunnlaugur Sigurðsson (t.h.), Reykvíkingur ársins 2011, með Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni (t.v.) við Sjávarfoss. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hellirigning á sunnanverðu landinu í kvöld

22:12 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu fram að miðnætti. Þetta kemur fram á vedur.is.  Meira »

Vatn rennur yfir þjóðveg 1

21:04 Mikið vatn rennur yfir þjóðveg 1 á Breiðamerkursandi austan megin við Fjallsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við akstur á þessu svæði. Meira »

Skemmtilegt að hitta Bretadrottningu

20:46 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í London, fór til fundar við Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham höll í síðustu viku og afhenti trúnaðarbréf sitt. „Hún var afskaplega hlý og einlæg og sýndi okkur áhuga og minntist sinnar ferðar til Íslands,“ segir Stefán Haukur. Meira »

Áfram fundað eftir matarhlé

20:44 Stutt hlé er á fundi í kjara­deilu Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins vegna Icelanda­ir. Fundur hófst klukkan 16 í dag en nú er matarhlé. Meira »

Skipherrann sem elti Polar Nanoq

20:26 Athygli vakti þegar tvö dönsk varðskip lágu í síðustu viku nokkra daga samtímis við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta voru Hvidbjørnen og Vædderen; en þau skip og önnur tvö til viðbótar, það er Thetis og Triton, eru gerð út á norðurhöf. Meira »

Taldir tilheyra skipulagðri glæpastarfsemi

20:25 Mennirnir þrír sem handteknir voru hér á landi 12. desember og úrskurðaðir í gæsluvarðhald tilheyra hópi sem er rannsakaður eins og um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Meira »

Vilja komast burt af Íslandi

18:37 „Við erum að reyna að komast burt af eyjunni þinni,“ segja þau Pat, Gail og Chuck Spencer í samtali við blaðamann mbl á Keflavíkurflugvelli. Þau áttu flug með Icelandair til Chicago í dag. Flugið þeirra var fellt niður og átti að reyna að koma þeim til New York í staðinn. Meira »

Enn hætta á hruni á Valahnúk

19:19 Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins. Meira »

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

18:35 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Meira »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr
silfri (22mm) 6.900- kr 14k gull 49.500-. Stór (30mm) silfur 12.500,- 14k gull ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...