Stór styrkur til Vina Vatnajökuls

Við afhjúpun vörðunnar í dag.
Við afhjúpun vörðunnar í dag.

Vinir Vatnajökuls – hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs veittu í dag viðtöku 700 þúsund dollara styrk frá Alcoa Fjarðáli eða rúmlega 80 milljónum íslenskra króna. Athöfnin fór fram í Snæfellsstofu á Skriðuklaustri.

Í tilkynningu frá Vinum Vatnajökuls og Alcoa Fjarðaráli segir að áður hafi Fjarðaál veitt samtökunum tvo styrki að upphæð um 145 milljónir króna og samtals séu því styrkir fyrirtækisins til Vina Vatnajökuls komnir yfir 200 milljónir króna á þremur árum. „Fyrirtækið hyggst styrkja samtökin enn frekar á næstu árum. Fjármunirnir fara til margskonar verkefna sem tengjast kynningu, fræðslu og rannsóknum í og við Vatnajökulsþjóðgarð.“

Eitt af styrktarverkefnum Vinanna er gerð og uppsetning á vörðum sem marka aðkomu að þjóðgarðinum. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhjúpaði fyrstu vörðuna í dag, við mörk garðsins á Fljótsdalsheiði og flutti stutt ávarp. Samskonar vörður verða settar upp víðar við mörk þjóðgarðsins. Að lokinni afhjúpun varðanna á heiðinni afhenti Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, Bjarna Daníelssyni varaformanni stjórnar Vina Vatnajökuls styrkinn í Snæfellsstofu, nýrri upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert