Líf færist í húsin á ný

Laugavegur er nú að hluta til göngugata
Laugavegur er nú að hluta til göngugata mbl.is/Sigurgeir

Jón Gnarr borgarstjóri tók í dag formlega í notkun enduruppgerð hús á mótum Austurstrætis og Lækjargötu.

Húsin þrjú eyðilögðust í eldi í apríl 2007 en hafa nú verið endurgerð til að varðveita gömlu götumyndina. Reykjavíkurborg er eigandi þeirra.

Opnunarhátíð hófst klukkan 11 á mótum Lækjargötu og Austurstrætis þegar hluti Laugavegar varð að göngugötu og lokaður bílaumferð.

Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að samtökin Miðborgin okkar fengju 600 þúsund kr. styrk vegna opnunar Laugavegar fyrir gangandi umferð. Stefnt er að því að verslunargatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg fram til 1. ágúst.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka