Mikið af hval að sjá

Háhyrningur á ferð.
Háhyrningur á ferð.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel það sem af er sumri. Hvalirnir hafa verið óvenju innarlega á Eyjafirði og eins óvenju margir.“

Þetta segir Árni Halldórsson, einn eigenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Níels Jónssonar ehf., en það siglir til hvalaskoðunar frá Hauganesi í Eyjafirði á samnefndum bát. Árni segir hvalinn nánast alltaf sjást áður en lagt er af stað í ferðir. Hann segir mest sjást af hnúfubak þessa dagana en einnig mikið af hrefnu, höfrungum og hnísum.

Árni rifjar upp að þegar hann byrjaði með hvalaskoðunarferðir árið 1993 hafi lítið af hnúfubak verið í firðinum, en fyrirtækið er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum í hvalaskoðun.

„Það er mikið af hval hérna á innanverðum Eyjafirði. Í nánast öllum okkar ferðum höfum við siglt inn í fjörðinn,“ segir Árni en Hauganes er fyrir miðjum Eyjafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert