Ungar eiga litlar lífslíkur

Hettumávar og grágæs rífast um æti á Tjörninni.
Hettumávar og grágæs rífast um æti á Tjörninni.

Svört skýrsla um ástand fuglalífs á Tjörninni á síðasta ári var tilbúin snemma árs og afhent garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það hefur hún enn ekki verið kynnt í umhverfis- og samgönguráði.

Í ítarlegri umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag undrast annar skýrsluhöfunda þetta og segir að vilji borgaryfirvöld Tjörnina fulla af lífi þurfi að sinna henni mun betur.

„Þetta er í sjálfu sér bara framhaldssaga. Þetta er búið að vera á niðurleið árum saman og skýrslan einhvers konar hvatning til yfirvalda að standa sína plikt,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og annar skýrsluhöfunda.

Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en kynning á henni hefur farið fram en hverjum þeim sem gengur meðfram Tjörninni má vera ljóst hvernig þar er ástatt; ástandið er ekkert betra en á umliðnum árum og nær engir andarungar komast á legg. „Undirliggjandi vandi er þessi hungurdauði sem bíður þeirra á Tjörninni,“ segir Ólafur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert