Var gert að útskýra mál sitt

Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri.
Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri.

„Við fórum yfir málið og ætlunin er að ég láti ráðherra fá minnispunkta um hvað ég á við þarna,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hann var boðaður á fund hjá velferðarráðuneytinu í gær þar sem honum var gert að útskýra ummæli sín í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Þar sagðist Lúðvík m.a. óttast að heilsugæslan væri að nálgast hrun.

Að sögn Lúðvíks er áformað að halda fund með framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra í byrjun ágúst. „Ég mun taka saman minnisblað en ég stend við allt sem ég hef sagt,“ segir Lúðvík. Ráðuneytið hefur óskað eftir því að hann afhendi minnisblaðið sem fyrst og býst Lúðvík við að geta gert það strax eftir helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert