Skilríkjalaus í haldi lögreglu

Lögregla vinnur að rannsókn málsins.
Lögregla vinnur að rannsókn málsins. mbl.is

Erlendur maður er nú í haldi lögreglunnar á Sauðárkróki en hann er grunaður um að hafa komið ólöglega inn í landið. Hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum meðan á rannsókn stendur.

Maðurinn varð á vegi lögreglunnar þegar hún var að sinna útkalli en hann gat hvorki gert grein fyrir sér né var hann með skilríki. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð og í kjölfarið  kom í ljós að hann gat ekki framvísað vegabréfi.

Að sögn lögreglunnar segist maðurinn vera frá Nígeríu og hefur hann gert lögreglu grein fyrir því hvernig hann kom hingað til lands en lögregla vinnur að því að fá sögu mannsins staðfesta.

Eftir eftirgrennslan telur lögregla að maðurinn hafi verið hér á landi í á fjórða mánuð en hún vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert