Heimilin eru hætt að safna skuldum

Þó fjárhagsstaða margra heimila sé veik þá urðu þau tímamót á síðasta ári að heildarskuldir heimilanna í landinu minnkuðu. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um minnkun skulda milli ára.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, að skuldaaukning heimilanna hafi verið gríðarleg fyrir hrun, en þá jukust skuldirnar um 10% að jafnaði á ári.

Eignir heimilanna hafa hins vegar líka rýrnað, en þær minnkuðu um 9% í fyrra á meðan skuldirnar minnkuðu um 0,8%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert