Stefnir í minni sölu á áfengi

Salan á áfengi dregst saman um 15% um verslunarmannahelgina, miðað …
Salan á áfengi dregst saman um 15% um verslunarmannahelgina, miðað við á sama tíma í fyrra og fækkaði viðskiptavinum um 7,4 %. Heiðar Kristjánsson

Vikan fyrir verslunarmannahelgi hjá ÁTVR/Vínbúðum er ein annasamasta vika ársins í sölu á áfengi. Heldur færri viðskiptavinir munu versla við ÁTVR í ár ef marka má sölutölur og tölur um fjölda viðskiptavina síðustu fjóra daga.

Salan á áfengi dregst saman um 15% nú í vikunni fyrir verslunarmannahelgi, miðað við á sama tíma í fyrra og fækkaði viðskiptavinum um 7,4 %.

„Samanborið við í fyrra eru við með um 7,4% færri viðskiptavini frá mánudegi til fimmtudags,“segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Um 60.440 viðskiptavinir höfðu komið í verslanir ÁTVR á sama tíma í fyrra, en um 56.260 í ár, sem munar um 4.118 viðskiptavinum.

Í fyrra seldust um  359.000 lítrar á fyrstu fjórum dögunum samanborið við 312.000 lítra  í ár.

Sigrún segist gera ráð fyrir því að salan verði heldur minni en á sama tíma í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert